Seljum sjálf
Með e-fasteignum færðu að selja fasteignina þína á skilvirkan og hagkvæman hátt. Kerfið nýtir sér tengingar við áhrifaríka söluvefi eins og Mbl, Vísi og Fasteignaleitina, auk þess sem það sækir nauðsynlegar upplýsingar frá Þjóðskrá og HMS. Þetta tryggir að öll gögn séu til staðar, þar á meðal þinglýst skjöl, kaupsamningar, lán, fasteignayfirlit o.fl.
Ef þú þarft aðstoð í söluferlinu, getum við komið þér í samband við rétta sérfræðinga sem veita þá þjónustu sem þú þarfnast. Til dæmis, ef þú sérð sjálf(ur) um að auglýsa fasteignina þína á MBL, Vísi eða Fasteignaleitinni, heldur opið hús og finnur kaupanda, þá er hægt að fá aðstoð frá löggiltum fagaðila við gerð kauptilboðs, kaupsamnings og/eða afsals – allt eftir þínum þörfum og óskum. Ef þig vantar ljósmyndir, þá getum við einnig útvegað faglega ljósmyndun. Ef þú treystir þér hins vegar til að ljúka söluferlinu alfarið sjálf(ur), þá er enginn kostnaður fólginn í þjónustunni (þú selur frítt).
Kaupsagan – Hvað kostaði eignin?
Kaupsagan er nýstárleg lausn hjá e-fasteignum sem veitir ítarlegar upplýsingar um kaup- og auglýsingasögu fasteigna. Meðal gagna sem aðgengileg eru í lausninni eru kaupsamningar, lán, þinglýst veðbandayfirlit og fasteignayfirlit. Lausnin býður einnig upp á möguleika á að bera saman auglýst verð fasteigna við kaupverð samkvæmt þinglýstum kaupsamningum.
Kaupsagan veitir jafnframt aðgang að viðbótargögnum, svo sem þinglýstum lánum og leigusamningum. Öll opinber- og þinglýst gögn sem tengjast viðkomandi eign eru aðgengileg með beinum hætti þinglýstum eigendum eigna og þeim sem þurfa slíkan aðgang starfs síns vegna (sjá nánar notendaskilmála).
Kaupsöguna má finna hér á vefsvæði e-fasteigna og eru upplýsingar uppfærðar daglega í samræmi við nýjustu skráningar hjá HMS.
Rafræn tilboðsgerð
Á vefsvæði e-fasteigna geta aðilar sjálfir alfarið stýrt söluferlinu. Frá upphafi hefur markmið e-fasteigna verið að tryggja gegnsæi í fasteignaviðskiptum, sérstaklega í tengslum við kauptilboðsgerð.
Eitt af fyrstu skrefum e-fasteigna var að innleiða fullkomlega rafræna tilboðsgerð. Með e-fasteignum liggja öll nauðsynleg skjöl fyrir við kauptilboðsferlið og allir hlutaðeigandi hafa beinan aðgang að þeim. Þetta tryggir að tilboðsgjafar geti kynnt sér skjölin til hlítar áður en þeir gera kauptilboð. Að auki býður kerfið upp á örugga og skilvirka rafræna undirritun, ásamt stuðningi við tilboðsgerð og frágang skjala.
Fasteignir til sölu eru aðgengilegar hér á vefsvæði e-fasteigna.