Persónuverndarstefna

Skilmálar vegna persónuverndar

Vefurinn www.e-fasteignir.is (getið sem vefsíða, vefur og/eða hugbúnaður í þessari persónuverndarstefnu) er í umsýslu fyrirtækisins Blue E Solutions ehf., kt. 640619-0230. Öllum fyrirspurnum vegna hennar skal beina á netfangið e-fasteignir@e-fasteignir.is eða á fyrirspurnarvefform e-fasteigna.

Persónuverndarstefna þessi er ekki sett fram til að skuldbinda notendur, heldur til að tryggja gagnsæi fyrir þá sem ákveða að nýta sér vefsíðuna. Við leggjum áherslu á að upplýsa notendur um stefnu okkar og útskýra hvernig vefsíðan/hugbúnaðurinn vinnur með persónugreinanleg gögn.

Samþykkir þú ekki skilmála okkar, vinsamlegast notaðu ekki vefsíðuna og eyð þú þeim vafrakökum sem vefsíðan kann nú þegar að hafa búið til. Sjá nánar í kaflanum „Eyða vafrakökum“.

Breytingar

Við áskiljum okkur rétt til að gera breytingar á, eða eyða, þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er, ef þörf krefur. Útgáfunúmer þeirrar persónuverndarstefnu sem er í gildi hverju sinni er tilgreint undir kaflanum „Útgáfur og breytingasaga“. Allar breytingar eru skráðar í þeim kafla ef þær eiga sér stað.

Notendur bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér persónuverndarstefnu þessa með reglulegu millibili.

Útgáfur og breytingasaga

  • V.1 – Fyrsta útgáfa – Í gildi
    • - Persónuverndarstefna ákveðin.
    • - Helstu kaflar settir fram og efni þeirra mótað.

Fyrirspurnir og tengiliðaupplýsingar

Persónuverndarteymi okkar svarar öllum fyrirspurnum sem varða persónuverndarstefnuna. Fyrirspurnir skal senda á netfangið e-fasteignir@e-fasteignir.is eða í gegnum fyrirspurnarvefform vefsíðunnar.

Túlkun laga og lögsögu

Persónuverndarstefna þessi og vefsíðan sjálf miða að því að uppfylla íslenska löggjöf. Ef upp kemur vafamál, deila, kröfuyfirlýsing eða annað ágreiningsmál vegna vefsíðunnar, skal leysa úr því fyrir Héraðsdómi Reykjaness, náist ekki sátt utan dómstóla.

Hlekkir og vafrakökur frá þriðju aðila

Athygli er vakin á því að vefsíðan kann að innihalda hlekki yfir á vefsíður á alnetinu þar sem engin persónuverndarstefna (e. cookie policy) er í gildi.

Vefurinn notast einnig við verkfæri eða tól þriðju aðila, svo sem fyrir netspjall og rekjanleika vefsíðu. Sem dæmi má nefna „Google Analytics“ og „LiveChat“. Þessir aðilar geta hugsanlega nýtt sér vafrakökur í þeim tilgangi að tryggja að virkni þeirra eigin verkfæra eða tóla sé eins og skyldi.

e-fasteignir nýtir einungis verkfæri eða tól frá þriðju aðilum í þeim tilgangi að efla notendaupplifun vefsíðunnar.

Eyða vafrakökum

Viljir þú eyða vafrakökum (þeim sem hugsanlega hafa verið vistaðar í þínum vafra) getur þú stuðst við neðangreinda hlekki. Athugaðu að velja leiðbeiningar sem henta þeim vafra sem þú notar.

  • - Fyrir Internet Explorer sjá hér.
  • - Fyrir Mozilla sjá hér.
  • - Fyrir Chrome sjá hér.
  • - Fyrir Safari sjá hér.

Almenn réttindi

Í þeim tilfellum þar sem notandi sendir inn persónugreinanleg gögn (t.d. símanúmer, netfang, kennitölu o.s.frv.), nýtur viðkomandi réttinda varðandi aðgengi að gögnunum og að tryggt sé að þau séu rétt, í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Þú nýtur meðal annars eftirfarandi réttinda varðandi þau persónugreinanlegu gögn sem vefsíðan vinnur með:

  • - Rétt til að vera upplýst/ur um ferla og með hvaða hætti þín persónugreinanlegu gögn eru notuð af vefsíðunni.
  • - Rétt til að láta lagfæra, frysta og/eða eyða persónugreinanlegum gögnum, einkum ef gögnin eru ekki lengur í notkun.
  • - Rétt til að mótmæla aðgerðum er tengjast notkun gagnanna við markaðssetningu.
  • - Rétt til að gögnin verði send tilteknum þriðja aðila.

Komi upp sú staða að gögn hugbúnaðarins séu metin sem stoðgögn, getur reynst erfitt að eyða eða breyta þeim eftir atvikum. Stefna okkar er ávallt að stuðla að því að réttindi notenda séu sem best tryggð. Synjanir beiðna um framangreind réttindi verða rökstuddar af persónuverndarteymi e-fasteigna. Ef gögn teljast ekki stoðgögn hugbúnaðarins, verður þeim eytt samkvæmt beiðni notenda.

Allar fyrirspurnir varðandi þetta efni skulu sendar á e-fasteignir@e-fasteignir.is eða í gegnum fyrirspurnarvefform vefsíðunnar.

Flýtigeymslur (e. Cookies, LocalStorage, SessionStorage)

Hér að neðan er vísað til „Flýtigeymslna“ (e. „Memory reference“), hvort sem um ræðir „LocalStorage“, „SessionStorage“ eða „Cookies“; samheiti: „Vafraflýtigeymslur“. Frekari upplýsingar um notkun og tilgang flýtigeymslna má finna hér.

E-fasteignum er annt um persónuvernd notenda sinna. Megintilgangur vafraflýtigeymslna á vefsíðunni er ávallt sá að efla almenna notendaupplifun. Í flestum tilfellum eru flýtigeymslur aðeins geymdar hjá notandanum sjálfum, þ.e. í vafra, en ekki sendar til bakendavirkni til frekari vinnslu.

Óskir þú eftir nákvæmari lýsingu á tilgangi einstakra flýtigeymslna er þér velkomið að senda okkur fyrirspurn á netfangið e-fasteignir@e-fasteignir.is eða í gegnum fyrirspurnarvefform vefsíðunnar.

operator

SELJUM SJÁLF

Skráðu fasteignina þína til sölu

e-fasteignir leggja áherslu á persónuvernd og hafa markað sér persónuverndarstefnu.
Þessi síða notast við vafrakökur (e. cookies) og með því að vafra á vefsvæði okkar samþykkir þú stefnu okkar um notkun þeirra.

e-fasteignir