Notendaskilmálar

Skilmálar vegna notkunar á vefsvæðinu

Skilmálar þessir gilda um alla notendur vefsins og hugbúnaðarins www.e-fasteignir.is, sem er í eigu Blue E Solutions ehf. (kt. 640619-0230). Með því að nota www.e-fasteignir.is samþykkir notandinn að fylgja þessum skilmálum í hvívetna, eins og þeir eru á hverjum tíma. Ef spurningar vakna varðandi skilmála þessa, er notendum bent á að senda fyrirspurnir annaðhvort á netfangið e-fasteignir@e-fasteignir.is eða í gegnum fyrirspurnarform vefsins.

Breytingar

Blue E Solutions ehf. áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessum skilmálum hvenær sem er. Breytingar sem eru til hagsbóta fyrir notendur taka gildi án fyrirvara. Aðrar breytingar taka gildi með tveggja mánaða fyrirvara, og verða notendum sendar tilkynningar þar að lútandi. Fyrirtækið áskilur sér einnig rétt til að breyta eða fella skilmála niður, ef nauðsyn krefur. Útgáfunúmer gildandi skilmála er tilgreint í kaflanum „Útgáfur og breytingasaga“, þar sem einnig má finna yfirlit yfir allar gerðar breytingar. Notendur bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér gildandi skilmála reglulega.

Útgáfur og breytingasaga

  • V.1 – Fyrsta útgáfa
    • Skilmálar settir fram og efni mótað.
  • V.2 – Önnur útgáfa – Í gildi
    • Aðilar geta skráð eignir og selt án milligönguaðila.

Um skilmála og samþykki

Skilmálar þessir innihalda meðal annars ákvæði um gjaldtöku, réttindi og skyldur notenda vefsíðunnar www.e-fasteignir.is (einnig vísað til sem „vefsvæði“ í skilmálum þessum). Gildistaka skilmála er 1. júlí 2022.

Notendur vefsvæðisins skulu kynna sér reglur, gjaldskrár og innihald skilmála þessa, sem gilda um viðkomandi viðskipti, skráningar, tilboðsgerðir o.fl. Samningar við Blue E Solutions ehf., þar sem sérstaklega er samið um frávik frá skilmálum þessum, ganga framar.

Með því að nota upplýsingar, verkfæri og/eða einhverja aðra virkni á vefsvæði e-fasteigna (saman nefnt „þjónustan“, „vefsíða“, „vefsvæði“ og/eða „e-fasteignir“), samþykkir þú að hlíta þessum skilmálum, hvort sem þú ert „gestur“ (sem merkir að þú hefur farið inn á vefsvæðið www.e-fasteignir.is) eða innskráður „notandi“ (sem merkir að þú hafir innskráð þig inn á vef e-fasteigna með rafrænum skilríkjum).

Orðin „þú“ og/eða „notandi“ í öllum beygingarmyndum vísa til gests eða innskráðs notanda. Viljir þú nýta þjónustu á vefnum www.e-fasteignir.is, verður þú að kynna þér þessa skilmála, t.d. við innskráningu eða áður en þú nýtir þér eiginleika á opnu vefsvæðinu (án innskráningar). Til notkunar telst m.a. skoðun, upplýsingaöflun og/eða nýting þeirrar þjónustu sem í boði er á vefsvæðinu á hverjum tíma.

Öll notkun vefsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist og miðast við þá þjónustu og upplýsingar sem boðið er upp á hverju sinni.

Notendaaðgangur og aðgangsupplýsingar

Þú skilur og samþykkir að þú berir ábyrgð á því að tryggja leynd þess rafræna auðkennis sem þú færð við innskráningu á vefsvæðið www.e-fasteignir.is. Með því að láta e-fasteignum í té netfang þitt og velja að fá tilkynningar sendar í tölvupósti undir aðgangsstillingum, samþykkir þú að e-fasteignir megi senda þér tilkynningar á netfang þitt í tengslum við aðgang þinn að þjónustunni og vegna fasteignaviðskipta á vefnum.

Auk þess, ef samstarfsaðilar vilja upplýsa notendur um tilboð (markpóst) eða aðrar ábendingar, getur tilkynning verið send á netfang þitt.

Ef þú verður var/vör við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar þínar, samþykkir þú að láta e-fasteignir vita án tafar með því að senda tölvupóst á e-fasteignir@e-fasteignir.is.

Þegar notandi innskráir sig á vef e-fasteigna, eru eftirfarandi upplýsingar sóttar um viðkomandi:

  • - Fullt nafn
  • - Kennitala
  • - Símanúmer
  • - Heimilisfang

Hafi notandi skráð netfang og/eða símanúmer, áskilur e-fasteignir sér rétt til að birta þær upplýsingar á ýmsum stöðum á vefnum, t.d. við kauptilboðsgerð. Öðrum notendaupplýsingum verður ekki deilt með þriðja aðila nema notandinn óski sérstaklega eftir því.

Gagnaheimild og almenn notkun

Notendum er einungis heimilt að nýta vefsíðuna www.e-fasteignir.is fyrir eigin fasteignaviðskipti. Fyrirspurnir á vefþjóna vefsíðunnar þurfa að vera innan eðlilegra marka.

Öll umframnotkun, t.d. misnotkun á kennitölureitum, skráningarreitum o.s.frv., er með öllu óheimil, og e-fasteignir áskilja sér rétt til að loka á aðgang notanda ef slíkt kemur upp.

Öll sniðganga, svo sem tilraunir notenda til að komast undan einstaka kostnaðarliðum gjaldskrár, telst einnig vera misnotkun. e-fasteignir hafa heimild til að skrá öll atvik í þeim tilgangi að tryggja rekjanleika notenda, m.a. til að greina misnotkun á vefsvæðinu.

Komi til þess að félagið verði fyrir tjóni sökum misnotkunar, hafa e-fasteignir rétt til að krefjast bóta frá þeim notendum sem valdið hafa tjóninu.

Persónuvernd

Persónuverndarstefna e-fasteigna, sem er aðgengileg á www.e-fasteignir.is/personuverndarstefna, telst órofa hluti þessa skilmála. Í stefnunni má finna ítarlegar upplýsingar um öryggismál og meðferð e-fasteigna á persónuupplýsingum notenda.

e-fasteignir áskilja sér rétt til að uppfæra persónuverndarstefnu sína hvenær sem er. Sú útgáfa sem er í gildi á hverjum tíma er ávallt aðgengileg á vefsvæðinu www.e-fasteignir.is.

Hlutleysi e-fasteigna

Þjónusta e-fasteigna gerir notendum kleift að skrá fasteignir og tengja saman seljendur, kaupendur og fasteignasala. e-fasteignir sækir upplýsingar frá ýmsum vefþjónustum, svo sem frá Þjóðskrá Íslands, fyrirtækjaskrá RSK, Ferli ehf. og fleiri. e-fasteignir tekur enga ábyrgð á því að upplýsingar frá þessum aðilum séu réttar.

Í vafamálum ber fasteignasali eða eigandi, sem annast sölu án milligönguaðila, ábyrgð á að kanna réttmæti upplýsinga með þeim aðilum sem við á. Fasteignasali getur, eftir þörfum, óskað eftir aðstoð fagaðila, svo sem hugbúnaðarsérfræðings e-fasteigna, við að skoða einstök mál.

e-fasteignir geta einnig verið í samstarfi við fasteignasala, aðila með löggildingu til milligöngu við fasteignakaup, ljósmyndara o.fl. Þessir aðilar bera sjálfir ábyrgð á þeim hluta ferlisins sem snýr að þeim. e-fasteignir og starfsmenn þeirra, svo sem hugbúnaðarsérfræðingar, bera enga ábyrgð á því ferli sem þessir aðilar sjá um.

e-fasteignir ábyrgist ekki á neinn hátt vörur eða þjónustu þriðja aðila sem getur verið vísað til á vefsvæði þeirra, hvort sem það er í auglýsingum eða í öðrum tilgangi.

Ábyrgðartakmörkun á þjónustu e-fasteigna

Á vefsvæði e-fasteigna eru birtar upplýsingar frá þriðja aðila, svo sem frá Þjóðskrá Íslands, fyrirtækjaskrá RSK, vefþjónustum Ferli ehf., fasteignasölum o.fl. Ef misræmi kemur upp milli upplýsinga á vefsvæði e-fasteigna og þeim vefsvæðum sem upplýsingarnar eru sóttar frá, skulu upplýsingar þeirra síðarnefndu teljast réttar, með fyrirvörum sem birtast á vefsvæðum hlutaðeigandi aðila.

Upplýsingar á vefsvæði e-fasteigna teljast ekki skuldbindandi fyrir félagið eða þá aðila sem upplýsingarnar koma frá (þriðja aðila). Markmið e-fasteigna er ávallt að veita notendum áreiðanleg gögn, en notendur geta ekki byggt neinar kröfur á grundvelli hlutaðeigandi upplýsinga, hvorki á hendur félaginu né þriðja aðila.

e-fasteignir bera enga ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem kunna að stafa beint eða óbeint af:

  • - Bilun í tölvubúnaði eða hugbúnaði sem tengist vefsvæðinu eða notanda.
  • - Bilun á endabúnaði, netaðgangi eða hýsingarumhverfi sem nauðsynlegt er til að þjónustan virki sem skyldi.
  • - Vali notenda á vöfrum, stýrikerfum eða tölvukerfum sem notuð eru til að nýta þjónustuna.
  • - Vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda.
  • - Röngum aðgerðum notanda eða annarra sem nýta vefsvæðið.
  • - Upplýsingum á vefsvæði e-fasteigna eða tjóni sem af þeim hlýst.
  • - Utanaðkomandi atvikum, svo sem bilunum, röngum upplýsingum eða óviðráðanlegum tilvikum (e. force majeure).

e-fasteignir bera því ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af aðstæðum utan þeirra stjórnunar eða sem rekja má til rangrar eða ófullnægjandi notkunar á þjónustunni.

Réttindi sem notandi veitir e-fasteignum

Með því að skrá þig inn á vef e-fasteigna og samþykkja þessa skilmála, veitir þú samþykki fyrir því að e-fasteignir visti þær upplýsingar sem þú kannt að láta af hendi. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að tryggja eðlilega virkni fyrir þig og aðra notendur á vefnum.

e-fasteignir munu ekki afhenda, selja eða leigja upplýsingar notenda sinna til þriðju aðila. Þér getur verið gefinn kostur á að veita öðrum notendum vefsins eða utanaðkomandi aðilum aðgang að þínum upplýsingum í samræmi við markmið þjónustunnar, t.d. við fasteignasölu eða skráningu fasteignar. Slíkt er eingöngu gert með þínu upplýsta samþykki.

e-fasteignir áskilja sér rétt til að taka saman tölfræðilegar og aðrar afleiddar ópersónugreinanlegar samantektir án sérstaks samþykkis frá þér. Þessar samantektir má nota í viðskiptalegum tilgangi eða miðla til þriðja aðila, enda séu þær aldrei á persónugreinanlegu formi.

Með því að nota þjónustuna veitir þú samþykki fyrir því að e-fasteignir, fyrir þína hönd, visti og miðli upplýsingum til þeirra sem nauðsynlegt er hverju sinni til að þjónusta vefsvæðisins virki sem skyldi. Þetta getur falið í sér að miðla upplýsingum til fasteignasala eða vegna upplýsingaskyldu í fasteignaviðskiptum. Ef aðili annast sjálfur sölu án milligönguaðila, ber hann/hún ábyrgð á slíkum gögnum.

Þú samþykkir og skilur að þegar þú notar vefsvæðið www.e-fasteignir.is til að senda upplýsingar til samstarfsaðila e-fasteigna (t.d. fasteignasala), er e-fasteignum heimilt að gera slíkt í þínu umboði.

Gjaldtaka og innheimta

Gjald er tekið fyrir ákveðna þjónustu sem finna má á vefsvæði www.e-fasteignir.is, til dæmis þegar þinglýst skjöl eru sótt. e-fasteignir hefur heimild til að senda reikninga fyrir gjaldskylda þjónustu á vefsvæðinu í heimabanka þess sem nýtti sér þjónustuna, og eru upplýsingar sóttar frá innskráningu með rafrænum skilríkjum.

Aðeins innskráðir notendur hafa heimild til að nýta sér gjaldskylda þjónustu á vefsvæðinu, og reikningar eru því sendir í heimabanka samkvæmt kennitölu viðkomandi. Kennitalan er lesin úr rafrænu auðkenningarskilríki frá Auðkenni ehf.

Almennt má gera ráð fyrir að reikningar vegna gjaldskyldrar þjónustu taki allt að 14 daga að berast, en e-fasteignir áskilja sér rétt til að senda reikninga utan þess tímaramma, hvort sem er fyrr eða síðar.

Hugverkaréttur e-fasteigna

Allt innihald vefsvæðis e-fasteigna, þar á meðal útlitshönnun (svo sem vörumerki, texti, grafík, myndir), ljósmyndir, hugbúnaður, ritstýrt efni, tilkynningar og annað efni sem finna má á vefsvæðinu, er varið samkvæmt höfundarréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar.

Innihald vefsvæðis e-fasteigna er eign félagsins eða notað með leyfi frá hugbúnaðar-, gagna- eða efnisveitum sem e-fasteignir eiga í viðskiptasambandi við, eða samkvæmt óyggjandi heimild til notkunar.

e-fasteignir veita notendum sínum leyfi til að skoða og nota vefsvæðið, enda sé í hvívetna fylgt ákvæðum þessa skilmála. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af efni notendasvæðisins í tilgangi sem samræmist ekki tilgangi vefsins, hvort sem er að hluta til eða í heild sinni, er með öllu óheimil nema að fengnu skriflegu samþykki e-fasteigna.

Aðgangstakmarkanir

Notandi samþykkir að nota ekki sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða aðrar sjálfvirkar aðferðir til innskráningar, afritunar eða eftirlits með hluta af vefsvæði www.e-fasteignir.is, nema að fengnu skriflegu leyfi frá félaginu. Stefna félagsins er að útvega aðilum forritunarskil (API) ef þeir þurfa upplýsingar sem birtar eru á vefsvæðinu. Hafðu samband á e-fasteignir@e-fasteignir.is ef slíkt er óskað.

Þú samþykkir jafnframt að nýta ekki forrit, hugbúnað eða aðrar aðferðir til að heimsækja, nota eða leita að gögnum á vefsvæði e-fasteigna. Vefurinn skal aðeins heimsóttur með almennum vöfrum, svo sem Microsoft Edge, Google Chrome eða öðrum sambærilegum, eða með leitarvélum eins og Google og samfélagsmiðlum/fréttaveitum, til dæmis www.facebook.com eða www.mbl.is.

Þú samþykkir einnig að senda aldrei skrár eða gögn á vefsvæði e-fasteigna sem innihalda tölvuvírusa, tölvuorma, trjóuhesta eða önnur skaðleg efni. Slíkar aðgerðir sem gætu truflað eðlilega virkni www.e-fasteignir.is eða þjónustunnar sem vefurinn býður upp á, eru með öllu óheimilar.

Upplýsingar sem þú sendir frá þér

Þjónustan sem e-fasteignir býður notendum sínum felur í sér möguleikann á að skrá upplýsingar á vefsvæðið www.e-fasteignir.is, sem verða vistaðar og geta verið miðlaðar áfram til samstarfsaðila síðunnar (t.d. fasteignasala) að þinni beiðni eða með upplýstu samþykki þínu.

Þú samþykkir að fylgja eftirfarandi reglum þegar þú skráir inn upplýsingar á vefsvæði e-fasteigna:

  • - Þú ert ábyrg(ur) fyrir öllu því efni sem þú veitir eða skráir inn á vefsvæðið www.e-fasteignir.is.
  • - Upplýsingarnar sem þú skráir geta verið miðlaðar áfram til samstarfsaðila með þeim tilgangi að veita örugga þjónustu fyrir aðila í fasteignaviðskiptum. Ef þú hefur athugasemdir um notkun þeirra upplýsinga sem þú veitir e-fasteignum, ber þér að senda fyrirspurn þess efnis til þeirra.
  • - Með því að senda frá þér efni á vefsvæði e-fasteigna ábyrgist þú að þú hafir öll nauðsynleg réttindi og leyfi til að senda inn efnið og veitir e-fasteignum ótakmarkaðan ráðstöfunarrétt yfir öllum framlögum þínum í samræmi við þessa skilmála.

Skráning fasteigna, heimild og gjöld

Aðilar hafa heimild til að skrá fasteignir í kerfið og geta þannig m.a. aflað tilboða frá fasteignasölum í söluþóknun á eigin fasteign. Ef fasteign er í eigu fyrirtækis og/eða fyrirtækja, geta aðilar einnig skráð fasteignir sjálfir til sölu. Yfirnotendur fasteignasölu eru undanskildir, að því gefnu að þeir hafi aflað sér lögformlegrar heimildar frá seljendum.

Sé fasteign skráð oftar en einu sinni til sölu á vef e-fasteigna, er e-fasteignum heimilt að rukka gjald fyrir hverja einstaka skráningu. Gjald þetta nemur kostnaði þriðju aðila og er innheimt samkvæmt opinberri gjaldskrá vefsvæðisins á hverjum tíma.

Hugbúnaðurinn e-fasteignir er verkfæri sem fasteignasalar geta notað til að kanna, með beinni tengingu við opinberar stofnanir, lögformlega heimild aðila. Fasteignasalar bera þó sjálfir ábyrgð á að sannreyna réttmæti upplýsinga með þeim aðilum sem við á hverju sinni.

Kjósi eignendur fasteigna að nýta hugbúnaðinn til að selja fasteignir sínar án milligöngu aðila, bera þeir sjálfir fulla ábyrgð á því að kanna réttmæti upplýsinga með þeim aðilum sem við á hverju sinni.

Skráning fasteignasölu

Þegar sótt er um aðgang fyrir fasteignasölu mega aðeins til þess bærir forráðamenn fasteignasölu, svo sem aðilar í stjórn fasteignasölu, senda inn umsókn.

Umsóknir um aðgang fara í gegnum vottunarferli þar sem aðili á vegum e-fasteigna yfirfer umsóknina. Að lokinni yfirferð verður umsækjanda tilkynnt hvort umsóknin hafi verið samþykkt eða hafnað.

Verði umsókn samþykkt, ber umsækjanda að upplýsa löggilta fasteignasala á vegum sinnar fasteignasölu um gildandi skilmála. Aðeins er heimilt að útdeila aðgangi til löggiltra fasteignasala innan viðkomandi fasteignasölu.

e-fasteignir áskilja sér rétt til að innheimta gjöld af fasteignasölu fyrir þjónustu samkvæmt munnlegu og/eða skriflegu samþykki. Fasteignasölur sem fá aðgang að kerfinu skulu ávallt gera ráð fyrir gjaldtöku vegna þjónustu e-fasteigna, til dæmis þegar þinglýst skjöl eru sótt eða fasteignir skráðar til sölu.

Meðal helstu markmiða e-fasteigna er að draga úr kostnaði við fasteignakaup og bjóða upp á notendavæna eiginleika sem einfalda ýmsa ferla, svo sem skráningu og tilboðsgerð. Þetta stuðlar að auknu öryggi og gagnsæi í fasteignaviðskiptum.

Misnotkun á vefsvæðinu er með öllu óheimil. Þetta á einnig við um sniðgöngu, til dæmis ef notendur reyna að komast undan einstaka kostnaðarliðum gjaldskrár. Slík sniðganga telst vera misnotkun samkvæmt skilmálunum, eins og nánar er útskýrt undir liðnum „Gagnaheimild og almenn notkun“, og hefur sömu afleiðingar og þar greinir.

Gjaldskrá / Verðskrá félagsins, sem er í gildi hverju sinni, er einkum ætluð til að standa undir rekstrarkostnaði vefsvæðisins.

Tilboð í sölu fasteigna

Yfirnotendum fasteignasölu er heimilt að senda þjónustusamning vegna sölu fasteignar fyrir hönd sinnar fasteignasölu, vilji fasteignasala taka að sér sölu þeirrar eignar sem um ræðir. Yfirnotendur hafa einnig heimild til að hafna skráningu ef fasteignasali ákveður að taka ekki að sér sölu. Ef fasteignasali hafnar skráningu, geta eigendur fasteignarinnar valið aðra fasteignasölu.

Aðilar sem óska tilboðs fasteignasölu hafa heimild til að samþykkja eða hafna tilboðum fasteignasala. Hafi allir aðilar veitt samþykki fyrir ákveðnum þjónustusamningi, skal virða þann samning í samræmi við íslensk lög, nema annað komi fram sem veitir aðilum löglega heimild til að rifta honum.

Sérstaklega skal tekið fram að hafi seljendur óskað eftir þjónustusamningi í gegnum vefgátt vefsvæðisins (þ.e. með uppboðsferli þess), ber fasteignasala að senda þjónustusamning til seljenda í gegnum vefsvæðið, vilji hann/hún fá til sín söluumboðið. Fasteignasali skal jafnframt leiðbeina seljendum um notkun vefgáttarinnar vegna undirritunar söluumboðsins.

Ef umboð liggur fyrir (rafrænt undirritað), ber fasteignasala að notast við vefsvæðið til að annast sölu eignarinnar, hafi e-fasteignir verið sá vettvangur sem tengdi saman fasteignasalann og seljendur (þ.e. þegar seljendur notuðust við uppboðsferlið). Brot á framangreindu telst eðli máls samkvæmt misnotkun á vefsvæði e-fasteigna.

Þinglýst skjöl

Þinglýst skjöl sem aðilar hafa aðgang að vegna skráningar fasteigna, eru sótt frá vefþjónustum HMS. Aðilum er einungis heimilt að nota þinglýst skjöl í tengslum við skráningu fasteignar sinnar.

e-fasteignir áskilja sér rétt til að krefjast gjalds fyrir alla umframnotkun og leggja fram kæru ef vefsvæðið er notað í öðrum tilgangi en þeim sem augljóslega tengist starfsemi þess og virkni.

Fyrir hvert þinglýst skjal sem aðilar sækja vegna skráningar fasteigna er innheimt gjald samkvæmt gjaldskrá. Sama gildir um fasteignasala, sem greiða gjald fyrir hvert skjal sem þeir sækja.

Notendum er heimilt að sækja þinglýst skjal aftur, að því tilskildu að það sé notað vegna sömu fasteignar. Ef kauptilboð hefur verið samþykkt (eign seld) eða skráning telst úreld, hafa e-fasteignir heimild til að eyða þinglýstu skjali af vefþjónum sínum, og verður það þá ekki lengur aðgengilegt seljendum eða skráningaraðilum.

Í öllum tilfellum þar sem e-fasteignir telja samþættingu við þinglýst skjal ekki lengur nauðsynlega (til dæmis þegar fasteign hefur verið seld til lengri tíma), áskilur e-fasteignir sér rétt til að eyða skjalinu án endurgjalds.

e-fasteignir er ekki fasteignasala

Notendur eru upplýstir um að vefsvæði e-fasteigna sé eingöngu upplýsingaveita og hugbúnaðarlausn. Aðilar geta nýtt sér vefsvæðið til að selja eignir sínar án milligöngu fasteignasala, og þjónustan felur aðeins í sér hugbúnað sem tengir aðila við söluvefi og aðra tengda þjónustu. e-fasteignir ber enga ábyrgð á sjálfu söluferlinu.

e-fasteignir getur átt í samstarfi við aðila sem hafa löggildingu til að annast milligöngu við fasteignaviðskipti, ljósmyndara og aðra sérfræðinga. Þessir aðilar bera hins vegar sjálfir fulla ábyrgð á þeirri þjónustu sem þeir veita. e-fasteignir er á engan hátt ábyrgðaraðili fyrir þjónustu sem þessir aðilar bjóða upp á.

Vefsvæðið býður einnig aðilum upp á að leggja fram upplýst kauptilboð, byggt á upplýsingum sem hafa verið yfirfarnar og staðfestar af seljendum fasteignanna eða þeim sem annast milligöngu.

Þjónustan er hönnuð til að stuðla að nútímavæddum fasteignaviðskiptum, með áherslu á öryggi og hagsmuni allra sem taka þátt í viðskiptunum. Með öruggum hugbúnaði geta fasteignasalar nýtt kerfið sem alhliða umsjónarkerfi til að annast sölu fasteigna, á sama tíma og eigendur fasteigna geta selt eignir sínar án milligönguaðila.

Lokun aðgangs

e-fasteignir áskilja sér rétt til að loka aðgangi þínum að vefsvæðinu hvenær sem er og án fyrirvara. Þetta getur átt við ef þú verður uppvís að misnotkun, brýtur gegn ákvæðum þessa skilmála, eða hagar þér á þann hátt að ljóst má vera að þú hyggist ekki eða getir ekki uppfyllt ákvæði þessa skilmála.

Ef notandi óskar eftir að aðgangi sínum verði lokað, skal hann hafa samband í gegnum fyrirspurnarformið á vefsvæðinu eða senda beiðni á e-fasteignir@e-fasteignir.is.

Lögsaga, varnarþing o.fl.

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Verði eitthvert ákvæði metið sem ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, hefur það ekki áhrif á gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða sem skilmálarnir innihalda.

Þú samþykkir að ef e-fasteignir ákveða að nýta sér ekki einhvern rétt sinn samkvæmt þessum skilmálum, felur slíkt ekki í sér að e-fasteignir afsali sér þeim rétti.

Verði ágreiningur vegna skilmála sem aðilar ná ekki að sætta, skal úr honum leyst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

operator

SELJUM SJÁLF

Skráðu fasteignina þína til sölu

e-fasteignir leggja áherslu á persónuvernd og hafa markað sér persónuverndarstefnu.
Þessi síða notast við vafrakökur (e. cookies) og með því að vafra á vefsvæði okkar samþykkir þú stefnu okkar um notkun þeirra.

e-fasteignir